Velkomin(n) í @RHL@

Velkomin(n)! Uppsetningarferlinu er nánar lýst í X/OS Linux Installation Guidesem fáanleg er frá X/OS Experts in Open Systems BV Vinsamlegast lesið í gegnum alla handbókina áður enhaldið er áfram með uppsetninguna

HTML og PDF útgáfur handbókarinnar eru fáanlegar á http://www.xoslinux.org/docs/.HTML útgáfu hennar er einnig finna á geisladisknum.

Á meðan á uppsetningunni stendur muntu geta notað músina til að velja milli mismunandi valkosta. Einnig geturðu flakkað milli liða með því að nota Tab og Enter lyklana.

Notið Áfram og Til baka hnappana til að flakka gegnum valmyndirnar. Smellið á Next til að vista upplýsingarnar og halda áfram. Smellið á Back til að fara aftur á fyrri skjá.

Til þess að fela hjálparskjáinn, smellið á Fela hjálp hnappinn

Útgáfuupplýsingarnar innihalda yfirlit yfir þær breytingar sem ekki voru til nógu tímalega til að komast í handbækurnar. Til að skoða þær, smellið þá á Útgáfuupplýsingar hnappinn og nýr skjár mun birtast. Smellið svo á Loka til að loka honum og snúa aftur til uppsetningarinnar.

Þú getur hætt við uppsetninguna hvenær sem er fyrir Uppsetning að hefjast skjáinn. Þegar þú smellir á Áfram á Uppsetning að hefjast mun innsetning pakka hefjast og gögn verða skrifuð á diskinn. Áður en innsetningin hefst er þér óhætt að endurræsa tölvuna með því að ýta á reset hnappinn eða Ctrl-Alt-Del).

Ef þú hefur keypt pakkað eintak, skaltu muna að skrásetja eintakið þitt á vefsíðunni okkar (http://www.xoslinux.org/register/).