Hægt er að stilla tímabelti tölvunar með því að nota staðsetningu vélarinar, eða með fráviki tímabeltisins frá Universal Time, Coordinated (einnig þekkt sem UTC)
Taktu eftir flipunum tveimur efst á skjánum. Sá fyrri gerir þér mögulegt að stilla eftir staðsetningu.
Á kortinu er hægt að smella á ákveðnar borgir (merktar með gulum depli), og rautt X kemur á staðnum sem var valinn.
Einnig er hægt að fletta gegnum borgarlistan og velja rétt tímabelti.
Seinni flipinn gerir þér kleyft að nota frávik frá Universal Time, Coordinated (UTC). Á þessum lista getur þú valið rétt frávik úr lista ásamt því hvort þú viljir nota sumar/vetrar tíma.
Á báðum flipunum er hægt að haka í Klukkan í vélinni er á UTC. (UTC, einnig þekkt sem GMT, gerir mögulegt að stilla rétt stýrikerfið til að meðhöndla sumartíma rétt.) Hakaðu við þennan möguleika ef klukkan í vélinni er stillt á UTC en ekki staðartíma.